Hljóðmengun ógn við hvali

Sandlægja stekkur í Kyrrahafi.
Sandlægja stekkur í Kyrrahafi. AFP/Alfredo Estrella

Skíðishvalir hafa þróað með sér sérstök „talfæri“ sem þeir nota til að syngja þegar þeir eru í kafi, en það gæti gert það að verkum að þeir séu afar viðkvæmir gagnvart hljóðmengun af völdum manna í sjónum. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem sagt var frá í síðustu viku.

Þekkt hefur verið lengi, að hvalir gefa frá sér flókin hljóð til að eiga samskipti sín á milli og þau leika stórt hlutverk í tímgun og hópamyndun þeirra. Hvalir þróuðust frá landspendýrum sem höfðu barkakýli sem þjónaði tvenns konar tilgangi: að vernda öndunarveginn og mynda hljóð. En aðlögunin að því að lifa í vatni gerði auknar kröfur til barkakýlisins til að tryggja að hvalirnir kafni ekki þegar þeir eru í kafi.

Tannhvalir gefa frá sér hljóð með sérstöku líffæri í höfðinu sem tengist öndunarveginum en skíðishvalir nota barkakýlið til að syngja. Vísindamenn höfðu ekki vitað með vissu hvernig hvalirnir mynda þessi hljóð en í nýrri rannsókn, sem sagt var frá í tímaritinu Nature, rannsökuðu vísindamenn frá Danmörku, Austurríki og Bandaríkjunum barkakýli þriggja skíðishvala sem höfðu strandað, langreiðar, hrefnu og hnúfubaks, og notuðu skanna- og líkanatækni til að búa til mynd af því hvernig þeir mynduðu hljóð.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert