Íbúafundur Grindvíkinga

Unnið er að því að koma streyminu í gang.
Unnið er að því að koma streyminu í gang. mbl.is/Árni Sæberg

Upplýsingafundur fyrir íbúa Grindavíkur fer fram nú klukkan 17, en þar er markmiðið að upplýsa íbúa um stöðu jarðhrær­inga og innviða í og við Grinda­vík. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan, en hann verður einnig túlkaður á pólsku.

Meðal þeirra sem sitja fyr­ir svör­um á fund­in­um eru rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um, jarðvís­inda­fólk og full­trú­ar frá Grinda­vík­ur­bæ, Vega­gerðinni, HS orku, HS veit­um og Nátt­úr­ham­fara­trygg­ing­um.

Hægt er að sjá upptöku af fundinum hér:

Fundurinn er haldinn af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en uppgefinn fundartími er til klukkan 19.

Í fund­ar­boði kem­ur fram að und­an­farið hafi komið fram að staðan sé ekki góð og því sé mik­il­vægt fyr­ir íbúa að fá rétt­ar upp­lýs­ing­ar í máli og mynd­um.

Dag­skrá fund­ar­ins:

  • Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir opn­ar fund­inn, Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra
  • Frey­steinn Sig­munds­son, Há­skóli Íslands
  • Krist­ín Jóns­dótt­ir, Veður­stofa Íslands
  • Ari Guðmunds­son, Verkís / Varn­argarðar
  • Hall­grím­ur Örn Arn­gríms­son, Verkís / Jarðkönn­un í Grinda­vík
  • Atli Geir Júlí­us­son, Grinda­vík­ur­bær / Frá­rennsli og al­mennt um stöðuna á innviðum Grinda­vík­ur­bæj­ar
  • Reyn­ir Sæv­ars­son, Efla / Raf­magn og heita vatnið
  • Úlfar Lúðvíks­son, Embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um

Fund­ar­stjórn, Al­manna­varn­ir


Auk þess­ara aðila verða full­trú­ar eft­ir­tal­inna á staðnum:

  • Vega­gerðin
  • HS Orka
  • HS Veit­ur
  • Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing Íslands
Frá íbúafundi Grindvíkinga fyrir viku síðan í Laugardalshöll.
Frá íbúafundi Grindvíkinga fyrir viku síðan í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert