Skjálftinn ekki merki um eldgos

Skjálftinn varð austan við Kleifarvatn.
Skjálftinn varð austan við Kleifarvatn. Kort/Map.is

Jarðskjálftinn sem varð við Kleifarvatn er að öllum líkindum ótengdur umbrotasvæðinu Grindavík. Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Jarðskjálftinn mældist 3,4 að stærð klukkan 18:27 og fannst í byggð. 

„Auðvitað veldur öll þessi kvika sem er að troðast þarna spennu á Reykjanesskaganum öllum,“ segir Elísabet en ítrekar að hann gefi ólíklega til kynna mögulegt eldgos.

Síðast varð skjálfti af svipaðri stærðargráðu þann 13. nóv­em­ber og mæld­ist hann 3,5 að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert