Skrópið gæti kostað meira en máltíðin

Kostnaður við að „skrópa“ á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu getur numið …
Kostnaður við að „skrópa“ á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu getur numið tugum þúsunda króna. Ljósmynd/Colourbox

Kostnaður við að „skrópa“ á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu getur numið tugum þúsunda króna. Þó nokkrir veitingastaðir hafa innleitt svokallað tryggingargjald, eða skrópgjald, sem fellur á þá viðskiptavini sem hafa bókað borð en mæta síðan ekki eða afbóka ekki innan ákveðins tímaramma.

Við óformlega yfirferð Morgunblaðsins á heimasíðum íslenskra veitingastaða og bókunarsíðunni Dineout.is kom í ljós að minnst átta veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu fara fram á tryggingargjald við bókun borða. Var lægsta upphæðin 4.000 krónur á hverja bókun og sú hæsta 23.500 krónur á mann. Sjá má nánari útlistun í meðfylgjandi töflu.

Veitingakonan Elma Backmann segir tryggingargjald hjálpa mikið í erfiðu rekstrarumhverfi veitingageirans á Íslandi en hún á tvo veitingastaði í Reykjavík þar sem tryggingargjald er innheimt, tapasstaðinn La Barceloneta og Mat og drykk. Á tapasstaðnum nemur skrópgjaldið fjögur þúsund krónum en á Mat og drykk er það öllu hærra, eða um 20 þúsund krónur. Þess má geta að gjaldið er rétt rúmlega þúsund krónum hærra en kostnaður við sex rétta seðil fyrir einn á veitingastaðnum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert