Alma Möller: „Íhuga að íhuga forsetaframboð“

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alma Möller landlæknir kveðst vera að íhuga að íhuga að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hún segir marga hafa komið að máli við sig og hvatt hana til að fara fram. Því hafi hún eðlilega leitt hugann að embættinu.

„Því er til að svara að margir hafa hvatt mig til framboðs. Bæði fólk sem ég þekki og fólk sem ég þekki ekki. Mér til nokkurrar undrunar,“ segir Alma. 

Hún segist hafa fengið skilaboð, tölvupósta og símtöl þar sem hún er hvött til framboðs auk þess að eiga samtöl um málið á förnum vegi. 

„Þegar fólk hefur haft samband þá leiðir maður hugann óhjákvæmilega að málinu. Þannig að það er ekki rétt að ég hafi ákveðið að bjóða mig fram en það er mikill heiður að vera nefnd í þessu samhengi,“ segir Alma. 

„Ég er samt ekki lengra komin en svo að ég er að íhuga að íhuga forsetaframboð,“ segir Alma. 

Fimm hafa tilkynnt um framboð

Þegar hafa Axel Pétur Magnússon, Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Tómas Logi Hallgrímsson og Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnt um framboð. Forsetakosningar fara fram í júní næstkomandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert