Hægt að stórauka samskipti með bættum Kjalvegi

Hveravellir.
Hveravellir. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarfélögin Skagafjörður og Akureyrarbær telja að endurbætur á veginum yfir Kjöl muni auka möguleika á aukinni og fjölbreyttari atvinnustarfsemi og bæta samgöngur milli Norður- og Suðurlands til mikilla muna.

Með slíkum vegi sé hægt að stórauka samskipti Suðurlands og Norðurlands sem og margvísleg önnur jákvæð áhrif svo sem á atvinnulíf og sérstaklega ferðaþjónustu.

Þingsályktunartillaga um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd er nú til meðferðar á Alþingi. Í samantekt sem Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA, hefur gert fyrir Akureyrarbæ segir m.a. að Norðurland og Suðurland verði á vissan hátt nágrannar með nýjum Kjalvegi og að hægt ætti að vera að leggja hann í sátt við náttúruna og hálendið. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert