Hver er Kristín Jónsdóttir?

Kristín Jónsdóttir deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks frá Veðurstofu Íslands.
Kristín Jónsdóttir deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks frá Veðurstofu Íslands. mbl.is/Arnþór

Kært barn hefur mörg nöfn segir orðatiltækið danska, en af því að dæma er Kristín Jónsdóttir. deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks, fjölmiðlamönnum landsins kær. 

Birkir Helgi Stefánsson, glöggur netverji vakti í gær athygli á fjölbreyttum titlunum íslenskra fjölmiðla á Kristínu í umfjöllunum þeirra á jarðhræringum á Reykjanesskaganum. 

Stærsti kerfisbundni hrekkur á Íslandi

Kristín hefur verið tíður viðmælandi fjölmiðla varðandi jarðhræringar á Reykjanesskaganum, enda sérfræðingur í þeim efnum. Ekki virðast fjölmiðlar þó geta fallist á eitt um hvað skuli kalla Kristínu eins og Birkir bendir á í samantekt sinni á samfélagsmiðlinum X. Þar taldi hann fram 20 mismunandi starfstitla með aðstoð leitarvélarinnar Greynis, en Birkir lagði spurninguna „Hver er Kristín Jónsdóttir“ fyrir leitarvélina.  

„Alltaf þegar hún birtist á maður von á nýjum titli,“ segir Birkir og hlær í samtali við mbl.is.

Þá kveðst hann hafa farið að skoða hvort það sama ætti við um aðra sérfræðinga Veðurstofunnar og hafi þar tekið eftir að starfstitlar Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga, séu einnig af ýmsum toga. 

Aðspurður kveðst hann þó ekki geta sagt til um hvort um misræmi fjölmiðla sé að ræða eða jafnvel stærsta kerfisbundna hrekk á Íslandi. Birkir ítrekar þó að uppsetning hans á þessu misræmi sé einungis gerð upp á grínið. 

Samsett mynd/birkirh

„Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta orð“

Birkir kveðst hafa ákveðið að skoða málið nánar er hann las frétt hjá RÚV þar sem Kristín var titluð sem „deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks hjá Veðurstofu Íslands,“ en hún er titluð sem slíkur á vefsíðu Veðurstofunnar. 

„Ég hef ekki einu sinni heyrt þetta orð,“ segir Birkir og á þar við um orðið jarðhnik en orðið á við um jarðskorpuhreyfingar eða tectonics eins og það kallast á ensku. 

Segir Birkir það aftur á móti hafa komið sér á óvart er hann fór að grennslast fyrir um hinn sanna starfstitil Kristínar að titlanirnar hafa einnig verið breytilegar á vefsíðu Veðurstofunnar en hann hafi fundið nokkur mismunandi dæmi.

Twitter/birkirh

Kristín og Benedikt hafa bæði verið titluð samkvæmt vef Veðurstofunnar í þessari frétt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert