Segir ferðamenn valsa um án eftirlits í Grindavík

Á sama tíma og Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimili sín og yfirgefa bæinn eftir að þeir höfðu vitjað eigna sinna gátu ferðamenn sem áttu erindi í Bláa lónið farið inn í bæinn eftirlitslaust.

Þannig hefur Sólný Pálsdóttir, sem er ein íbúa í Efrahóp, sem er sú gata þar sem hraun fór yfir, horft upp á ferðamenn standa uppi á heitu hrauni og tekið myndir af eignum sem fóru undir hraun.  

„Þar var ég að verða vör við ferðamenn sem eru standa við hraunið og eru að taka myndir af húsarústum annarra. Við sem Grindvíkingar gerum það ekki af virðingu við þá sem eru að missa húsin sín,“ segir Sólný.

Þá segir hún ferðamenn hafa verið að klifra í sjóðheitu hrauni. „Svo slasar sig einhver og þá eru það við Grindvíkingar sem erum gagnrýndir og er bent á að það sé svo rosalega hættulegt að vera þarna. En þetta er eitthvað sem við myndum aldrei gera,“ segir Sólný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert