Vöktuðu húsið fram á nótt

Tveir dælu­bíl­ar voru á vett­vangi í gærkvöldi og tankbíll þar …
Tveir dælu­bíl­ar voru á vett­vangi í gærkvöldi og tankbíll þar sem að eng­inn bruna­hani er á staðnum. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkviliðsmenn voru á vakt við húsið sem kviknaði í við Stekkjarbakka í gærkvöldi þangað til um hálftvöleytið í nótt, eða í um klukkutíma í viðbót eftir að slökkvistarfinu lauk. 

Vildu þeir fylgjast með því hvort það myndi kvikna aftur í glæðum en það gerðist ekki.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki ljóst um eldsupptök.

Við slökkvistarfið í gær var rifið eitthvað af þaki hússins en veggir eru enn uppi standandi.

Mesti eldurinn var í millilofti og er líklegt að eldurinn hafi kviknað þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert