Enn þarf ÍLS ekki að lækka uppgreiðslugjald

Íbúðalánasjóður var sýknaður af kröfunni.
Íbúðalánasjóður var sýknaður af kröfunni. mbl.is/Sverrir

Íbúðalánasjóður var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu 12 einstaklinga sem stefndu sjóðnum á þeim forsendum að uppgreiðslugjald á lánum hans væri ólögmætt.

Höfðu allir þessir einstaklingar yfirtekið lán sem upphaflega voru tekin á árunum 2007-2008. Þeir höfðu hins vegar tekið við lánunum við íbúðarkaup eftir árið 2013 þegar ný lög um neytendalán tóku gildi.

Töldu nýtt skuldasamband myndast

Snýr ágreiningurinn að uppgreiðslugjaldi lánanna og hvort rétt sé að miða við eldri lánaskjöl. Þannig bera lán sem tekin voru á árunum 2007-2008 allt að 12% uppgreiðslugjald en samkvæmt neytendalánslögum sem tóku gildi 2013 er hámarks uppgreiðslugjald lána 1%.

Vildu einstaklingarnir tólf sem stefndu ÍLS meina að með við yfirtöku lánanna hafi stofnast nýtt skuldasamband sem gerði það að verkum að uppgreiðslugjaldið ætti að vera 1%.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hins vegar ÍLS af kröfunni og sitja lántakendur því uppi með hin háu uppgreiðslugjöld.

Annar dómur um uppgreiðslugjald

Þegar hefur fallið dómur í Hæstarétti um uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs. Í því tilviki snéri ágreiningur að lögmæti uppgreiðslugjaldsins. Í þessu tilviki snéri ágreiningur að því hvort nýtt skuldasamband hefði myndast við yfirtöku láns í takti við nýja neytendalöggjöf árið 2013. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert