Hoppaði yfir grindverk og var handtekinn í öðrum landshluta

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um einstakling sem hoppaði yfir grindverk og fór út á virka flugbraut á flugvellinum í Vatnsmýri. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að einstaklingurinn fór inn í flugvél og ferðaðist með henni í annan landshluta þar sem hann var handtekinn.

Einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. 

Brugðust illa við handtöku

Lögreglu barst tilkynning um húsbrot og eignaspjöll í Hlíðunum. Einn einstaklingur var handtekinn á vettvangi en hann brást illa við og hrækti í andlit lögreglumanns.

Einstaklingurinn verður vistaður í fangaklefa þar til hann verður viðræðuhæfur. 

Þá var einstaklingur handtekinn í miðborginni vegna ölvunaróspekta á almannafæri. 

Einstaklingurinn var handtekinn og færður í fangaklefa en brást ekki vel við því og sparkaði í lögreglumann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert