Stefna á að selja 100 þúsund bækur

Guðmundur Hauksson, starfsmaður Eddu útgáfu.
Guðmundur Hauksson, starfsmaður Eddu útgáfu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vorboðinn ljúfi, bókamarkaðurinn á Laugardalsvelli, verður opnaður á morgun, fimmtudag, og verður opinn alla daga frá klukkan 10-21 fram til 17. mars.

Samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda, verða rúmlega sex þúsund titlar á söluborðunum að þessu sinni, sem er ívið meira en í fyrra. Bryndís segir að sérstaklega gott úrval sé af barnabókum í ár. Því munu eflaust margir fagna en eins og kom fram í Morgunblaðinu á dögunum kom mikill kippur í sölu á barnabókum seint á síðasta ári eftir að niðurstöður PISA-rannsóknarinnar voru birtar.

„Við seldum 97.827 bækur á markaðinum í fyrra. Keppikeflið í ár er að ná upp í sex stafa töluna,“ segir Bryndís. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert