244 Íslendingar eiga afmæli á hlaupársdag

Alls fagna 244 Íslendingar afmæli sínu í dag, á hlaupársdag.
Alls fagna 244 Íslendingar afmæli sínu í dag, á hlaupársdag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er einstakt. Ég þekki enga aðra sem eiga afmæli á þessum degi,“ segir Stefán Bjarnason, sem fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Stefán er einn þeirra Íslendinga sem eiga afmæli á hlaupársdeginum og dagurinn í dag er því aðeins 10. afmælisdagurinn hans. Samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá eru þar 313 einstaklingar skráðir sem eiga afmæli 29. febrúar. Þar af eru 244 íslenskir ríkisborgarar.

Stefán Bjarnason.
Stefán Bjarnason.

„Ég þekki nú ekkert annað,“ segir Stefán þegar hann er beðinn að lýsa þessu hlutskipti en bætir því aðspurður við að ekki hafi stór vandamál skapast í kringum veisluhöld þegar hann var yngri; veislan hafi einfaldlega verið haldin helgina fyrir eða eftir mánaðamótin.

Í dag fagna 14 manns tvítugsafmæli sínu, 14 verða 40 ára, 14 verða 60 ára og þrír verða 80 ára. Rætur hlaupársdagsins er hægt að rekja til ársins 46. f. Kr. en þá var komið á endurbættu tímatali í Rómaveldi. Hlaupár eru alltaf þegar fjórir ganga upp í ártalinu, að undanskildum aldamótaárum þegar talan 4 gengur ekki upp í fjölda alda.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert