Bjart með köflum sunnan heiða

Spákortið á hádegi í dag.
Spákortið á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Í dag verða norðan 3 til 10 metrar á sekúndu og stöku él, en bjart með köflum sunnan heiða.

Gengur í norðan 8-15 m/s á morgun og verður hvassara í vindstrengjum suðaustan til eftir hádegi. Él verða á Norður- og Austurlandi og líkur á snjókomu allra syðst, en bjartviðri annars staðar.

Frost verður á bilinu 2 til 8 stig og allvíða kaldara að kvöld- og næturlagi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert