Fjölskylduhjálp Íslands að leggja upp laupana

Ásgerður Jóna Flosadóttir.
Ásgerður Jóna Flosadóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fjölskylduhjálp Íslands mun að óbreyttu skella í lás í sumar, eftir 20 ára starfsemi. Ásgerður Jóna Flosadóttir, stofnandi og formaður Fjölskylduhjálpar, upplýsir þetta í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir forsendur fyrir rekstrinum ekki lengur fyrir hendi. Hún segist hafa borið fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum öll þessi 20 ár. „Við kaupum aldrei neitt nema eiga fyrir því. Greiðum allt á gjalddaga. Höfum aldrei notað yfirdráttarheimild. Bankalán höfum við ekki tekið,“ segir Ásgerður Jóna og er ekki tilbúin að taka 20-25 milljóna króna lán með veði í heimili sínu, til að halda hjálparstarfinu áfram.

Aukin aðsókn hefur verið í mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands.
Aukin aðsókn hefur verið í mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Hún segir stjórnvöld ekki hafa komið Fjölskylduhjálpinni til aðstoðar við erfiðar aðstæður. Hún sé reiðubúin að halda áfram ef stjórnvöld eru reiðubúin að leggja sitt af mörkum til stuðnings við bágstadda hér á landi. Þakkar hún þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafi lagt starfinu lið. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert