Frekari upplýsinga að vænta í dag

Landris er stöðugt á Reykjanesskaganum.
Landris er stöðugt á Reykjanesskaganum. mbl.is/Eyþór Árnason

Stöðugt landris og smáskjálftavirkni mælast á Reykjanesskaga. Hafa engar breytingar orðið á þróuninni frá því í gær.

Þetta segir Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Enn eru taldar auknar líkur á eldgosi á Sundhnúkagígaröðinni og gæti fyrirvari eldgoss verið mjög stuttur.

Að sögn Sigríðar er frekari upplýsinga að vænta um stöðuna á Reykjanesskaga síðar í dag, þar á meðal upplýsingar um áætlað kvikumagn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert