Kalt vatn tekið að flæða í kjallara

Vatn hefur tekið að flæða í tvo kjallara á svæðinu.
Vatn hefur tekið að flæða í tvo kjallara á svæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kalt vatn sem lekur um Hlíðarnar hefur fundið farveg í minnst tvo kjallara í hverfinu.

Þetta segir Bjarni Ingimars­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, spurður um gang mála á svæðinu. Hann segir að búð sé að skrúfa fyrir kaldavatnið, enn flæði þó mikið vatn um göturnar. 

Talsvert mikið vatn flæddi úr lögninni áður en skrúfað var …
Talsvert mikið vatn flæddi úr lögninni áður en skrúfað var fyrir kaldavatnið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkviliðið vinnur því áfram að því að leiða vatnið frá húsunum, auk þess að dæla vatni úr þeim tveimur kjöllurum sem vatn hefur komist í. 

Útkallið barst slökkviliðinu á níunda tímanum í kvöld og var einn dælubíll sendur á vettvang. Bjarni ljóst að slökkviliðið verði eitthvað áfram á vettvangi, eða þangað til Orkuveitan tekur við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert