Vinstri menn séu „umhverfissóðar“

Diljá Mist Einarsdóttir.
Diljá Mist Einarsdóttir. mbl.is/Hákon

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir það fúlt að fólk tengi ekki sögu umhverfismála við Sjálfstæðisflokk. Sjálfstæðismenn tóku yfir málaflokkinn þegar síðasta ríkisstjórn var mynduð. 

Hún segir það misskilning hjá ungu fólki sem telur að Sjálfstæðismenn hafi ekki sinnt umhverfismálum og í raun séu það vinstri menn sem hafi ekki gengið vel um umhverfið. Ummælin lét hún falla í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál. 

„Það er mjög stór hluti ungs fólks sem kýs og velur sér flokka eftir umhverfismálum. Og þar er þeirri möntru haldið mjög hátt á lofti að vinstri menn séu svo umhverfissinnaðir. Þetta er bara saga sem hefur gleymst. Þeir eru umhverfissóðar,“ segir Diljá.

Diljá fór mikinn í spjalli við Þjóðmál og sagði meðal annars að kerfi jafnlaunavottunar væri „rusl.“ Hyggst hún leggja fram frumvarp um að leggja niður jafnlaunavottun, líkt og greint hefur verið frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert