Há starfsmannavelta í leikskólum

Borgarfulltrúar lýstu áhyggjum af starfsmannamálum.
Borgarfulltrúar lýstu áhyggjum af starfsmannamálum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil starfsmannavelta er í leikskólum í Reykjavíkurborg samkvæmt svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lagt var fram á fundi skóla- og frístundaráðs síðastliðinn mánudag.

Fram kemur að á tímabilinu 2021 og fram í júlí á seinasta ári hættu samtals 2.477 starfsmenn störfum af ýmsum ástæðum í leikskólum. Inni í þessari tölu eru m.a. þeir starfsmenn sem ráðnir voru tímabundið á þessum tíma.

Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir að ljóst sé af þessu svari að alvarleg staða sé í starfsmannamálum leikskólanna. Greina þurfi þessar upplýsingar mun betur eftir því hvort um er að ræða uppsagnir eða langtímaveikindi þar sem óviðunandi sé að ekki sé til greining á þessari miklu starfsmannaveltu. „Brýnt er að slík greining fari fram sem fyrst og leitað úrbóta á þessari gríðarlegu starfsmannaveltu með neyðaráætlun,“ segir í bókun sjálfstæðismanna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert