Barnið fundið – 64 árum síðar

Nanna Heiðarsdóttir með ljósmyndina góðu fyrir framan húsið á Stýrimannastíg …
Nanna Heiðarsdóttir með ljósmyndina góðu fyrir framan húsið á Stýrimannastíg 7, þaðan sem hún og barnavagninn hurfu fyrir 64 árum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er gaman að upplýsa málið loksins gagnvart lesendum Morgunblaðsins. Þessi mynd hefur fylgt mér alla tíð og mun áreiðanlega gera það áfram,“ segir Nanna Heiðarsdóttir hjúkrunarfræðingur en hún er barnið á frægri ljósmynd Ólafs K. Magnússonar, ljósmyndara Morgunblaðsins til áratuga, sem birtist á forsíðu blaðsins í byrjun maí 1960. 

Eins og sjá má á myndinni er Nanna, tíu mánaða gömul, í vörslu lögreglunnar fyrir utan lögreglustöðina á Skólavörðustíg en hún hafði fundist sofandi fyrir utan verslunina Krónuna á Vesturgötu fyrr um daginn. Enginn nálægur kannaðist við barnið. 

​Fréttamyndin frá 1960. Sigurður M. Þorsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og annar lögreglumaður, …
​Fréttamyndin frá 1960. Sigurður M. Þorsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og annar lögreglumaður, líklega Rúnar Guðmundsson, frekar en Bjarki Elíasson, lyfta Nönnu litlu út úr Svörtu Maríu. Sigríður Sumarliðadóttir lögreglukona stendur hjá. Aðrir á myndinni eru Oddur Ólafsson og Árni Gunnarsson, blaðamenn á Alþýðublaðinu. Mbl.is/Ólafur K. Magnússon


Lýst var eftir aðstandendum barnsins í útvarpinu og þá uppgötvað amma Nönnu, sem var að gæta hennar, að barnavagninn var horfinn úr garðinum, þar sem barnið átti að vera sofandi.

Sé ömmu alveg fyrir mér 

„Ég sé ömmu alveg fyrir mér klæða sig í sparikápuna og flýta sér upp á lögreglustöð að sækja mig,“ segir Nanna. „Þetta hlýtur að hafa verið afskaplega erfitt fyrir hana enda voru amma og afi sómafólk af gamla skólanum, mjög vandvirk og samviskusöm og pössuðu vel upp á allt sitt. Það að sjá mig yfirgefna í vagninum hefur ábyggilega vakið athygli og áhyggjur vegfarenda, bæði fyrir utan búðina og lögreglustöðina, og sjálfsagt margir hugsað að eitthvert óreglufólk stæði að mér.“ 

Forsíða Morgunblaðsins 5. maí 1960.
Forsíða Morgunblaðsins 5. maí 1960.


Í fréttinni frá 1960 gera menn því skóna að óvitar hafi fært vagninn og annað hefur raunar ekki komið fram í fjölmiðlum síðan. Það er á hinn bóginn ekki rétt og er málið loksins upplýst í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Það má nálgast á næsta útsölustað. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert