Líkur á að kvikuhlaupið hafi stöðvast

Séð yfir hraunin tvö sem runnu í eldgosunum við Sundhnúkagíga …
Séð yfir hraunin tvö sem runnu í eldgosunum við Sundhnúkagíga í desember og febrúar. Myndin var tekin um klukkan 17.40 í dag. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Smáskjálftavirknin sem hófst laust fyrir klukkan 16 í dag við Sundhnúkagígaröðina er hætt og eru líkur á að kvikuhlaupið hafi stöðvast þó of snemmt sé að fullyrða um það. Þá er ekki útilokað að eldgos brjótist út. 

Þetta kemur fram í nýjustu tilkynningu Veðurstofunnar.

Áfram mælist aflögun á svæðinu en þegar kvikuhlaup er um að ræða mælist aflögun í nokkrar klukkustundir eftir að skjálftavirknin hættir.

Veðurstofan fylgist enn þá grannt með því hvort viknin taki sig upp aftur næstu klukkustundirnar eða hvort kvikuhlaupi sé lokið. 

Sá möguleiki er fyrir hendi að kvika læðist upp til yfirborðs líkt og dæmi eru um í eldgosum við Fagradalsfjall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert