Sáttasemjari segist vera sáttur

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var sáttur við gang mála í Karphúsinu í gær þar sem breiðfylking stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins funduðu frá klukkan 9 til 18.

Full mæting var á fundinn úr öllum samninganefndum að sögn Ástráðs, sem segir alla hafa verið „samviskusama, jákvæða, hressa og ákveðna í því að ljúka verkefninu“.

Þrátt fyrir það gefur hann lítið upp um gang mála.

„Þetta komst af stað, sem er mjög gott, og það þokaðist í einhverjum málum,“ segir hann og bætir við að annar fundur hafi verið boðaður klukkan 10 í dag.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert