Gæti sést til lands á morgun

Sólveig Anna segir hugsanlegt að það muni sjást í land …
Sólveig Anna segir hugsanlegt að það muni sjást í land í kjaraviðræðunum á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir samningafund breiðfylkingar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafa gengið ágætlega í dag. Enn eigi þó eftir að klára nokkur mál. 

„Við munu hittast strax aftur í fyrramálið til þess að halda áfram,“ segir Sólveig, en Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í Karphúsinu klukkan níu í fyrramálið. 

Atkvæðagreiðslunni haldið til haga

Efling boðaði í síðustu viku til atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar hjá ræstingarfólki. Ráðgert er að kosningin hefjist klukkan 16 á morgun. Spurð hvort Efling hyggist halda atkvæðagreiðslunni til haga svarar Sólveig:

„Henni verður ekki aflýst fyrr en að við sjáum alveg til lands, sem gæti gerst á morgun.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert