Grímuklæddir menn frömdu skemmdarverk

Lögreglan rannsakar skemmdarverkið.
Lögreglan rannsakar skemmdarverkið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu barst í dag tilkynning um grímuklædda menn að fremja skemmdarverk á bifreið.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglustöð 2, sem sinnir erindum í Hafnarfirði og Garðabæ. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en hún hafði í ýmsu að snúast í dag.

Í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ voru að minnsta kosti sex ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áfengis- og vímuefnum, á milli klukkan 5 og 17 í dag.

Þá var einnig tilkynnt um sofandi aðila til lögreglustöðvar 4, sem sinnir erindum í Kópavogi og Breðiholti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert