Hlýnandi veður

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag verður austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s en gengur í norðaustan 10-15 m/s við suðausturströndina.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að víða verði bjart en að það þykkni upp á austanverðu landinu og fer að snjóa þar fyrir hádegi.

Þá dregur einnig fyrir á vestanverðu landinu og í kvöld er víða dálítil snjókoma eða slydda, en rigning austast. Hvessir enn frekar suðaustantil með talverðri rigningu sums staðar, 15-20 m/s seint í kvöld.

Þó hlýnar í veðri, frost 0 til 5 stig í kvöld, en hiti 0 til 5 stig sunnan- og austantil.

Austan og suðaustan átt 5-13 m/s á morgun. Dálítil rigning eða súld, einkum suðaustantil en lengst af þurrt norðan heiða. Áfram verður hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig síðdegis.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert