„Mjög“ alvarleg áhersla á einkarekna heilbrigðisþjónustu

Frá flokksráðsfundinum á föstudag.
Frá flokksráðsfundinum á föstudag. mbl.is/Árni Sæberg

Flokksráð Vinstri grænna telur þá aukna áherslu sem hefur verið á einkarekna heilbrigðisþjónustu síðustu tvö ár „mjög alvarlega“. 

Ályktun þess efnis var samþykkt á flokksráðsfundi sem lauk í gær. 

Fundurinn telur að þessu fylgi umtalsverð hætta á tilfærslu mannauðs og fjármuna úr opinberri heilbrigðisþjónustu, sem koma muni niður á aðgengi og þjónustu heilsugæslu og sjúkrahúsa,“ segir í ályktuninni. 

Þá er samningsgerð Willum Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra við sérgreinalækna gagnrýndi. 

Í ályktuninni segir að fyrirkomulagið festi í sessi að þjónusta sérgreinalækna sé óaðgengileg öðrum en þeim sem búa á eða nærri höfuðborgarsvæðinu.

Þá er minnst á að það þurfi að styrkja heilsugæslunnar, ekki síst í dreifbýli. Eins þurfi að styrkja Sjúkrahúsið á Akureyri enn frekar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert