Ný flugstöð í einkaframkvæmd?

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Undirbúningur er hafinn að byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Til skoðunar er að byggingin verði í einkaframkvæmd.

Samkvæmt viðtölum fjölmiðla við Einar Þorsteinsson borgarstjóra og Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra liggur ljóst fyrir að flugstarfsemi verður óbreytt á Reykjavíkurflugvelli næstu 15-20 árin hið minnsta. Núverandi flugstöð er orðin gömul og slitin og mikil þörf á nútímalegri byggingu.

Þegar innviðaráðuneytið kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2024 í september sl. stóð þetta m.a.:

„Einnig verður hafin vinna vegna endurbyggingar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Unnin verður þarfagreining með flugrekendum og flugafgreiðsluaðilum ásamt hönnunarundirbúningi.“

„Í tillögu að samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust er gert ráð fyrir flugstöð í Reykjavík,“ segir Bára Mjöll Þórðardóttir, upplýsingafulltrúi innviðaráðuneytisins, í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.

„Innan ráðuneytisins er til skoðunar hvort hægt sé að fara aðrar leiðir í fjármögnun verkefnisins en með beinum framlögum af samgönguáætlun. Ef af yrði gæti það aukið svigrúm innan samgönguáætlunar til flýtingar á öðrum framkvæmdum á flugvöllum hérlendis,“ bætti hún við.

„Verið er að skoða hvort hægt sé að fjármagna verkefnið með aukinni aðkomu einkaaðila. Sú vinna er á algjörum byrjunarreit,“ sagði Bára Mjöll þegar hún var spurð nánar um þetta atriði.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka