Trausti nýr formaður Bændasamtakanna

Trausti Hjálmarsson er nýr formaður Bændasamtakanna.
Trausti Hjálmarsson er nýr formaður Bændasamtakanna. Ljósmynd/Aðsend

Trausti Hjálmarsson er nýr formaður Bændasamtaka Íslands til næstu tveggja ára. 

Trausti fékk tæplega 66% atkvæða en Gunnar Þorgeirsson, fráfarandi formaður, fékk rúm 32% atkvæða. 

Auðir atkvæðaseðlar voru tæp 2%.

Alls voru 2.428 á kjörskrá og kusu 1.314. Kjörsókn var því rúm 54%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert