„Ég meinti ekkert af þessu“

Samfélagsmiðlar Meta liggja niðri sem stendur.
Samfélagsmiðlar Meta liggja niðri sem stendur. AFP/Kirill Kudryavtsev

Íslendingar margir hverjir virðast allir á nálum vegna þeirrar bilunar sem nú gerir vart við sig á samfélagsmiðlum Meta, Facebook, Messenger og Instagram. Finna þeir áhyggjum sínum farveg á öðrum samfélagsmiðli, X, áður Twitter. 

Virðist sem svo að margir hafi áhyggjur af því að einkaskilaboð verði gerð opinber á vefnum í kjölfar bilunarinnar. 

Vandamálið er ekki bundið við Ísland heldur hafa notendur um heim allan ekki komist inn á samfélagsmiðla sína. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert