Er tilvonandi enn í hjónabandi með fyrrverandi?

Það þarf að huga að mörgu fyrir stóra daginn.
Það þarf að huga að mörgu fyrir stóra daginn. Ljósmynd/Unslpash.com/Leonardo Miranda

Eitt það allra mikilvægasta er að velja dagsetningu en án þess er einfaldlega ekki hægt að ganga í hjónaband. Það er líka betra að komast að því fyrr en seinna ef það gleymdist að skrifa undir skilnaðarpappírana síðast. Án þessara grunnatriða getur brúðkaup ekki átt sér stað, að minnsta kosti ekki lagalegur samningur hjóna. Svo skiptir auðvitað máli að redda 100 öðrum hlutum eins og hér verður farið yfir.

Dagsetning!

Það er ekki hægt að skjótast bara til sýslumanns í hádeginu og taka miða eins og í apótekinu. Það þarf að hugsa nokkur skref fram í tímann þó svo að markmiðið sé að klára þetta af. Rétt eins og kirkjur og prestar geta verið uppbókuð getur verið uppbókað hjá sýslumanni. Stundum er sérstaklega mikið að gera eins og á sumrin. Hjá Sýslumanni höfuðborgarsvæðisins fara hjónavígslur fram á fimmtudögum frá 12.30 til 15.00 og á föstudögum frá 12.30 til 14.00.

Ljósmynd/Unsplash.com/Maddi Bazzocco
Ljósmynd/Unsplash.com/Maddi Bazzocco Ljósmynd/Unsplash.com/Maddi Bazzocco

Gjafalisti!

Ef brúðhjón ætla að halda veislu er gert ráð fyrir að gefa gjöf, hvort sem fólk vill gjafir eða ekki. Það er mjög sniðugt að gera gjafalista í búðum. Það sem er enn sniðugra er að gera það vel fyrir brúðkaupið. Þannig má koma í veg fyrir stress rétt fyrir brúðkaupið. Einnig kemur það í veg fyrir að fólkið í kringum ykkur gefist upp á frestunaráráttunni og fari af stað og kaupi eitthvað sem fer beint ofan í geymslu. Auðvitað má líka biðja um peninga upp í brúðkaupsferð eða í listaverkasjóð. En hvað ef þið farið aldrei í brúðkaupsferðina eða þið eyðið óvart listaverkasjóðnum í nýjan bíl? Það er um að gera að setja dýra og ódýra hluti á gjafalistann og höfða þannig til allra sem og einstaklinga og stærri vinahópa.

Það fá allir brúðkaupsgjafir.
Það fá allir brúðkaupsgjafir. Ljósmynd/Unslpash.com/Kadarius Seegars

Dansinn!

Stundum gleyma verðandi hjón því að gert er ráð fyrir að þau dansi í veislunni. Það getur verið skemmtilegt að vera á dansnámskeiði allan veturinn en ekki nauðsynlegt. Það er samt betra að byrja að hugsa um þetta fyrr en 48 tímum fyrir daginn. Með því að velja lag og æfa nokkur grunnspor má komast hjá ansi vandræðalegu augnabliki og koma í leiðinni partíinu af stað. Hvort sem fólk fer til kennara eða á Youtube þá er alltaf betra að læra heima!

Dansinn skiptir máli.
Dansinn skiptir máli.

Könnunarvottorð!

Vegabréf er ekki nóg til þess að ganga í hjónaband. Til að giftast þarf að uppfylla ákveðin hjónavígsluskilyrði og þarf tvo svaramenn til þó svo að könnunarvottorðið sé stafrænt. Sé hjónavígsla fyrirhuguð á næstunni er ráðlagt að sækja um könnun á hjónavígsluskilyrðum með góðum fyrirvara. Verðandi hjón sem ætla þessu daginn fyrir brúðkaupið þurfa að finna nýjan brúðkaupsdag.

Er búð að vinna pappírsvinnuna?
Er búð að vinna pappírsvinnuna?

Miðnætursnarl!

Á miðnætti byrja garnirnar að gaula. Best er að bjóða upp á eitthvað nógu sveitt og nógu einfalt. Heimsendar pítsur höfða til allra eða matarvagn sem býður upp á hamborgara. Svo er líka bara hægt að bjóða upp á grillaðar samlokur eða plokkfisk. Annað eins hefur gerst. Reglan er að hugsa út í þetta og missa ekki fólk heim út af svengd.

Það skiptir máli að panta pítsurnar.
Það skiptir máli að panta pítsurnar. Ljósmynd/Unslpash.com/Kristina Bratko

Föt!

Hvort sem verðandi hjón eru að skipuleggja 150 manna veislu eða notalegan dag án gesta þurfa fötin að vera í lagi. Það er vel hægt að nýta gömul föt en þá þarf að huga að því að fara með þau í hreinsun, á saumastofu og með skóna til skósmiðs. Ef jakkaföt eru sérsaumuð fyrir daginn þarf að gera það snemma enda tekur tíma að sauma fötin. Eins tekur tíma að velja kjól , laga hann til eða jafnvel kaupa annan betri.

Er búið að redda öllum varðandi fötin?
Er búið að redda öllum varðandi fötin? Ljósmynd/Colourbox
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál