Facebook liggur niðri

Bandaríski miðillinn Facebook virðist liggja niðri.
Bandaríski miðillinn Facebook virðist liggja niðri. AFP/Kirill Kudryavtsev

Samfélagsmiðlarnir Facebook og Instagram auk skilaboðaforritsins Messenger liggja nú niðri.

Samkvæmt vefsíðunni Downdetector.com hefur fjöldi tilkynninga borist frá því klukkan 15 í dag.

Samkvæmt síðunni 9to5mac er einungis um þjónustutruflun að ræða. 

Uppfært klukkan 15.55:

Daily Mail greinir frá því að vandamálið sé á heimsvísu. Hundruð þúsundir notenda geti ekki skráð sig inn á samfélagsmiðlana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert