Segjast munu hefja byggingu á næsta ári

Einar borgarstjóri, Jón Arnór, formaður stjórnar Þjóðarhallar, Ásmundur Einar, mennta- …
Einar borgarstjóri, Jón Arnór, formaður stjórnar Þjóðarhallar, Ásmundur Einar, mennta- og barnamálaráðherra, og Þórdís Kolbrún fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áætlað er að ný Þjóðarhöll muni rísa í Laugardalnum árið 2027 eða 2028. Þetta kom fram á blaðamannafundi um hönnun og byggingu nýrrar Þjóðarhallar í Laugardalnum sem haldinn var í Laugardalshöll í dag. Kostnaður er áætlaður um 15 milljarðar.

Á fundinum var upphaf hönnunar- og framkvæmdarfasa nýrrar Þjóðarhallar til kynningar en það voru þau Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Jón Arnór Stefánsson, formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf., sem kynntu verkefnið. 

Samkeppni hefjist á þessu ári

Gert er ráð fyrir að samkeppni um hönnun og byggingu geti hafist á þessu ári og sigurtillagan síðan valin í janúar árið 2025. Árið 2025 er jafnan ráðgert að hefja byggingu hallarinnar, en þó gert ráð fyrir að það geti dregist til ársins 2026.

Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdina muni nema 15 milljörðum króna og að Þjóðarhöllin taki 8.600 manns í sæti. 

Áætluð verklok eru síðan á árunum 2027 til 2028 þar sem ráðgert er að halda HM í karla í handbolta árið 2029 eða 2031. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert