Tugmilljarða skuld í viðhaldinu

Vallavegur á Þingvöllum er afar illa farinn eftir veturinn. Það …
Vallavegur á Þingvöllum er afar illa farinn eftir veturinn. Það sama á við um fjölda vega á landinu. Vegagerðin er byrjuð að fylla upp í holur. Ljósmynd/Vegagerðin

„Ekki hefur tekist að fjármagna viðhald vegakerfisins á Íslandi í takt við þarfirnar og því hefur safnast upp svokölluð viðhaldsskuld sem víða má sjá á slitnum samgöngumannvirkjum.“

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þær upplýsingar fengust hjá Vegagerðinni að á þessu ári væru veittir 12,8 milljarðar í viðhald vega. Upphæðin þyrfti hið minnsta að vera 17-18 milljarðar til að halda í horfinu og meira til að vinna á skuldinni.

Í skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) og Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV) „Innviðir á Íslandi 2021 – ástand og framtíðarhorfur“ fékk þjóðvegakerfið ástandseinkunnina 2 af 5 mögulegum. Einkunnin merkir að ástand þjóðvega sé slæmt.

Stjórnvöld komi til skjalanna

Í umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld í samgöngukerfi landsins sé mjög mikil og skora samtökin á stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, að vinna á þeirri skuld. Verði það gert eftir atvikum með samvinnu við einkamarkaðinn á næstu árum, samhliða nýfjárfestingum. Mikilvægt sé að samgönguáætlun endurspegli þá þörf.

Þá kemur fram að viðhaldsskuldin í vegakerfinu sé 80 milljarðar króna í því mati Vegagerðarinnar sem kemur fram í samgönguáætluninni. Viðhaldsskuldin sé hins vegar metin hærri, eða 110 milljarðar króna, í áðurnefndri skýrslu SI og FRV.

Í skýrslunni komi fram að stórir hlutar þjóðvegakerfisins uppfylli ekki lágmarksviðmið sem lúta að hrörnun slitlags, hjólfaradýpt, sprungumyndun, holumyndun og fleiri þáttum er varða gæði vega og snúa þannig beint að öryggi vegfarenda.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert