Ástand vega í Dölum slæmt

Gert við slitinn veg.
Gert við slitinn veg. Ljósmynd/Bjarki Þorsteinsson

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur óskað eftir fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og óskar jafnframt atbeina þingmanna Norðvesturkjördæmis vegna þess ástands sem nú sé í vegamálum í sveitarfélaginu.

„Hér er ófremdarástand á nánast öllum leiðum. Okkur verður tíðrætt um Vestfjarðaveg númer 60 sem liggur hér þvert í gegnum svæðið og er lífæð. Sá vegur er í raun hruninn sem er ógnvænlegt,“ segir Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar.

Vestfjarðavegur í Dölum, þ.e. frá Bröttubrekku að Gilsfjarðarbrú í Saurbæ, er víða mjög sprunginn og holurnar hættulegar. Sums staðar er búið að rífa upp slitlag og hefla veginn sem því verður malarbraut fram á sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert