Verjast þarf ágengni Rússa

Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg

Eftirlit með ferðum rússneskra kafbáta umhverfis Ísland er mjög mikilvægt í ljósi ágengni Rússa í heimsmálunum. Þetta segir Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, við Morgunblaðið.

„Frá því að ég kom hingað hafa Íslendingar af rausnarskap heimilað áhöfnum kafbáta að sækja heilbrigðisþjónustu hér á landi ef þörf krefur. Jafnframt geta áhafnirnar endurnýjað vistir. Það er afar þýðingarmikið í ljósi stöðunnar í heiminum vegna þess að auðvitað senda Rússar kafbáta sína á þessar slóðir. Og nú þegar Rússar eru orðnir ágengari í heimsmálunum er gríðarlega mikilvægt að þetta samstarf haldi áfram,“ segir Patman sem var skipuð sendiherra í ágúst 2022.

Haldið upp á lýðveldisafmæli

Bandaríkin voru fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands.

„Það styttist í að við höldum upp á að 80 ár eru liðin síðan Bandaríkin viðurkenndu fyrst ríkja sjálfstæði Íslands. Svo að ég hef sem sendiherra byggt á þeim grunni og hef leitast við að efla samstarf ríkjanna á sem flestum sviðum,“ segir Patman sem boðar meðal annars aukið samstarf ríkjanna í orkumálum. Nánar tiltekið á sviði jarðhita, kolefnisbindingar og vetnisframleiðslu.

Ítarlega er rætt við Patman í blaðinu í dag en hún er vel tengd inn í bandaríska stjórnkerfið og hefur m.a. verið vinur Clinton-hjónanna í hálfa öld. Hún hefur sem kona brotið blað í atvinnulífinu og í opinberri þjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert