Gul viðvörun og norðaustan stórhríð

Spáð er norðaustan stórhríð á Vestfjörðum.
Spáð er norðaustan stórhríð á Vestfjörðum. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er í gildi til hádegis á Vestfjörðum og á Breiðafirði vegna norðaustan stórhríðar.

Gul viðvörun er jafnframt í gildi til miðnættis á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi.

Í dag er spáð norðan 13 til 20 metrum á sekúndu. Snjókoma verður og hiti um og undir frostmarki um norðanvert landið, en að mestu skýjað, þurrt að kalla og hiti á bilinu 2 til 8 stig syðra. Norðaustan 18-23 m/s verða suðaustanlands síðdegis.

Dregur úr vindi og ofankomu í nótt. Á morgun verður norðlæg átt, 8-15 m/s og skýjað með köflum, en snjókoma með köflum norðaustan til. Frost verður á bilinu 0 til 6 stig, en hiti 0 til 5 stig við suðurströndina.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert