Seðlabankastjóri fer yfir stöðuna í Spursmálum í dag

Nadine Guðrún Yaghi, Ásgeir Jónsson og Þórhildur Þorkelsdóttir verða gestir …
Nadine Guðrún Yaghi, Ásgeir Jónsson og Þórhildur Þorkelsdóttir verða gestir Spursmála. Samsett mynd

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri verður aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur verður í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag. 

Í þættinum verður krefjandi spurningum beint að seðlabankastjóra um horfurnar á efnahagsmarkaði hér á landi í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. 

Auk seðlabankastjóra mæta hlaðvarpsstjórnendur Eftirmála, þær Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri flugfélagsins Play og Þórhildur Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Brú Strategy, í settið til að fara fyrir stærstu fréttir vikunnar.

Fylgstu með afdráttarlausri og fjörugri samfélagsumræðu í Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga kl. 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert