Tekst Seðlabankanum að temja trippið?

Nadine Guðrún Yaghi, Ásgeir Jónsson og Þórhildur Þorkelsdóttir eru gestir …
Nadine Guðrún Yaghi, Ásgeir Jónsson og Þórhildur Þorkelsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti af Spursmálum sem sýndur var í beinu streymi fyrr í dag.

Upptaka af þættinum er öllum aðgengileg og má nálgast í spilaranum hér að neðan en einnig á Spotify og Youtube.

Krefjandi spurningar

Í þættinum var krefjandi spurningum beint að seðlabankastjóra um horfurnar á efnahagsmarkaði hér á landi.

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í vikunni um að staða stýrivaxta héldist óbreytt og yrði áfram í 9,25 prósentum. Ákvörðunin hefur valdið þó nokkru upphlaupi einkum í samhengi við ný undirritaða kjarasamninga sem ætlað var að hafa áhrif á lækkun og þróun verðbólgu.

Knúið var á um svör hvernig haga megi ríkisfjármálunum betur til að ná niður verðbólgu með skjótari hætti.

Stjórnendur Eftirmála í Spursmálum

Yfirferð á stærstu fréttum vikunnar var í góðum höndum þessa vikuna. Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri flugfélagsins Play og Þórhildur Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri hjá Brú Strategy mættu í settið og rýndu helstu fréttir líðandi viku.

Samhliða störfum sínum halda þær Nadine og Þórhildur úti hlaðvarpsþáttunum Eftirmál sem notið hafa mikilla vinsælda. Í hlaðvarpsþáttunum kryfja þær stöllur gömul og nýleg fréttamál en þar eru þær algerlega á heimavelli. Enda eiga þær báðar að baki farsælan feril sem fréttakonur og þekkja vel til fjölmiðlaumhverfisins.

Fylgstu með fræðandi og fjörugri samfélagsumræðu í Spursmálum alla föstudaga kl. 14 hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert