Besti bíll í heimi hefur enn ekki selst

Þegar Nadine Guðrún Yaghi var spurð út í það í Spursmálum hver yrði stærsta frétt komandi viku taldi hún víst að það yrði frétt um að bíllinn hennar hafi selst. Sala þessa ósköp venjulega fjölskyldubíls hefur ratað í fjölmiðla, ekki síst  fyrir þær sakir að verðandi eiginmaður Nadine, Snorri Másson, fjölmiðlamaður, lýsti því hátíðlega yfir að um væri að ræða besta bíl í heimi.

Engum sögum fer af íhlutun Neytendastofu vegna hinnar digurbarkalegu yfirlýsingar Snorra, en fullyrðing hans virðist þó ekki hafa nægt til þess að spenntir kaupendur flykktust á bílasöluna þar sem hinn silfurlitaði Mitsubishi Outlander er auglýstur til sölu.

Einnig í bílahugleiðingum

Þórhildur Þorkelsdóttir, fyrrum fjölmiðlakona, var gestur þáttarins ásamt Nadine og upplýsti þar að hún væri í bifreiðarleit. Ekki virðist gylliboð Snorra hafa hreyft við henni en hún segist þó vera í leit að „blendingi“ sem henti vel fyrir fjölskylduna.

Viðtalið við Þórhildir og Nadine má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi hafa sett bílinn sinn …
Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi hafa sett bílinn sinn á sölu en hægt hefur gengið að koma honum út. Samsett mynd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert