Litasprengjur voru í töskunum

Öll verðmæti i flutningi Öryggismiðstöðvarinnar eru tryggð gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins.
Öll verðmæti i flutningi Öryggismiðstöðvarinnar eru tryggð gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins. mbl.is/Árni Sæberg

„Vegna fréttaflutnings af innbroti í verðmætaflutningabifreið staðfestir Öryggismiðstöðin að um innbrot var ræða í bifreið á vegum fyrirtækisins.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni en þar segir enn fremur:

„Fjármunir voru í sérhæfðum læstum verðmætatöskum sem búnar eru litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. Öll verðmæti i flutningi Öryggismiðstöðvarinnar eru tryggð gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins. Megin áhersla í öryggisþjónustu er lögð á öryggi starfsmanna, þarna var starfsfólki ekki hætta búin þar sem um innbrot var að ræða en ekki rán.

Atvik sem þessi leiða alltaf til ítarlegrar skoðunar á verklagsferlum. Öryggismiðstöðin getur ekki veitt neinar frekari upplýsingar á þessu stigi þar sem málið er í rannsókn hjá lögreglu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert