Hæstiréttur ógilti friðlýsingu á Jökulsá á Fjöllum

Jökulsá á Fjöllum.
Jökulsá á Fjöllum. mbl.is/Þorgeir

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu. Snéri dómurinn þar með við ákvörðun Héraðsdóms Austurlands sem hafði staðfest friðlýsinguna.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, tilkynnti um friðlýsingu svæðisins árið 2019. 

Landeigendur Brúar 1 og Brúar 2 í Múlaþingi áfrýjuðu ákvörðuninni en virkjunarkostir eru á svæðinu og hefur Arnardalsvirkjun og Helmingsvirkjun verið nefnd í því samhengi. Báðir kostir hafa verið í verndarflokki samkvæmt rammaáætlun frá árinu 2013.

Í dómi Hæstaréttar segir að gengið hafi verið á lögvarða hagsmuni þeirra sem eiga vatnsréttindi á svæðinu og var friðlýsingin dæmd ógild. 

Hins vegar er ekki fallist á kröfu landeigenda um að Guðmundir Ingi hafi verið vanhæfur sökum þess að hann var formaður Landverndar skömmu áður en ákvörðun var tekin um friðlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka