„Versta hugmynd sem til er“

„Þetta er galin hugmynd. Bara versta hugmynd sem er til og versta hugmynd sem er til til þess að auka skatttekjur ríkissjóðs.“

Þessum orðum fer Pétur um þá hugmynd sem víða er hreyft að ferðaþjónusta verði færð úr lægra þrepi virðisaukaskatts, 11%, í 24%. Hann tók við formennsku í SAF í liðinni viku en hefur starfað í ferðaþjónustu í tæpa fjóra áratugi. Pétur er nýjasti gestur Dagmála.

„Það hefur verið talað um að þarna verði hægt að sækja hugsan­lega 27 milljarða en það er bara excel-æfing þar sem þú tekur eina breytu og hækkar bara virðisaukaskattinn,“ segir Pétur en bendir á að verðteygni á þessum markaði sé mikil og að nú þegar séu augljós teikn á lofti um að Ísland sé orðið of dýr áfangastaður. Fólk sem reiðubúið sé að verja talsverðu fé í ferðalög og afþreyingu sé farið að horfa í aðrar áttir en hingað til lands.

Afgerandi bráðabirgðaniðurstöður

Upplýsir Pétur að sérfræðingar hafi að undanförnu skoðað möguleg áhrif hækkunar virðisaukaskattsins á ferðaþjónustuna og ­þjóðarbúið. Bráðabirgðaniðurstöður séu afgerandi, jafnvel þótt ekki sé tekið inn í reikninginn að í kortunum sé samdráttur í greininni miðað við óbreytta verðlagningu.

„Þar er niðurstaðan sú að þetta hefði neikvæð áhrif á greinina, þetta myndi draga úr hagvexti á Íslandi og þetta myndi auðvitað líka veikja krónuna, og þegar upp er staðið, sem er kannski merkilegast af öllu, að þessi matarhola sem menn búast við að komast þarna í verður að engu út af áhrifunum sem það hefur á eftirspurnina.“

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Eins geta áskrifendur Morgunblaðsins séð og heyrt viðtalið hér:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert