Fáninn nú dreginn í hálfa stöng

Nú er fáninn dreginn í hálfa stöng.
Nú er fáninn dreginn í hálfa stöng. Ljósmynd/Aðsend

Íslenski fáninn er nú dreginn í hálfa stöng við aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að fáninn hefði verið dreginn að hún, sem brýtur í bága við forsetaúrskurð um þjóðfánann og notkun hans.

Mistök leiðrétt

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í samtali við mbl.is að um mistök hafi verið að ræða.

„Það er flaggað í hálfa stöng núna. Ef þetta hefur verið þannig þá hafa það bara verið mistök og þau hafa verið leiðrétt,“ segir Jón Atli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert