BBC deilir stórbrotnu myndbandi af eldgosinu

Skjáskot/BBC/Marco Di Marco

Breska ríkisútvarpið hefur deilt stórbrotnu samsettu myndbandi af eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina. Það sem vekur greinilega sérstaka athygli eru norðurljósin sem blakta á himninum yfir eldgosinu.

Hægt er að sjá myndbandið með því að smella á þennan hlekk hér.

Einnig deildi Breska ríkisútvarpið öðru myndbandi á samfélagsmiðla sem sýnir einnig eldgosið og norðurljósin.

View this post on Instagram

A post shared by BBC News (@bbcnews)

Vakið heimsathygli

Eldgosið hefur vakið heimsathygli eins og hin sex gosin sem hafa orðið á Reykjanesskaganum á síðustu þremur árum.

Ferðaþjónustuaðilar hafa lýst yfir einhverjum áhyggjum af því að sumir erlendir fjölmiðlar fari óvarlega með yfirlýsingar um þá hættu sem stafi af þeim eldgosum sem hafa verið á Reykjanesskaganum síðan í desember.

Núverandi gos er það fjórða síðan 18. desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka