Tjónið hleypur á milljörðum

„Þetta er vandamál í öllum verslunum á Íslandi,“ segir Andrés.
„Þetta er vandamál í öllum verslunum á Íslandi,“ segir Andrés. mbl.is/Golli

Tjón vegna þjófnaðar í verslunum á Íslandi, sem tengist alþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi, hleypur á 6-8 milljörðum króna á ári. Á næstunni verður kynnt til leiks aukið samstarf verslana og lögreglunnar til að brjóta þennan þjófnað á bak aftur.

Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag.

„Þetta er vandamál í öllum verslunum á Íslandi,“ segir Andrés.

Hann segir að SVÞ hafi unnið í mörg ár með lögreglunni í leit að leiðum til að bæta samskipti verslana og lögreglunnar. Nú sé í höfn nýtt kerfi sem ætti að bæta viðbragðstíma lögreglunnar.

Fólk sent til landsins til að stela

„Langstærsti hluti þess tjóns sem verður með þessum hætti er unninn af fólki sem kemur hingað og er hérna í takmarkaðan tíma.

Allt of oft – að því er virðist – er það sent hingað í þessum tilgangi og þegar það hefur verið handtekið tvisvar eða þrisvar þá hverfur það á braut og nýir eru sendir í staðinn,“ segir hann.

Viðtalið í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert