Aftanákeyrsla á heiðinni og árekstur við Álfastein

Tveir bílar í snjónum við Álfastein eftir áreksturinn.
Tveir bílar í snjónum við Álfastein eftir áreksturinn. mbl.is/Þorgeir

Bíll var óökufær í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði eftir aftanákeyrslu í morgun.

Þetta staðfestir lögreglan á Norðurlandi eystra.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að brekkan sé lokuð á meðan unnið er því að leysa úr málinu. Töluverð bílaröð hefur myndast af þessum sökum.

„Lítið ferðaveður er þar og er fólk beðið að bíða með að leggja af stað á heiðina,” segir á vefnum.

Uppfært: Aftur hefur verið opnað fyrir umferð um Öxnadalsheiði.

Frá Öxnadalsheiði í morgun.
Frá Öxnadalsheiði í morgun. Ljósmynd/Jóhann Einarsson

Tveggja bíla árekstur við Álfastein

Árekstur tveggja fólksbíla varð við leikskólann Álfastein, norðan við Lónsbakka á Akureyri, á tíunda tímanum í morgun. Báðir bílar eru óökufærir. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert