Fékk 10 milljónir í Eurojackpot

Einn vinningsmiðinn var keyptur á lotto.is
Einn vinningsmiðinn var keyptur á lotto.is

Fyrsti vinningur gekk ekki út þegar dregið var í Eurojackpot í kvöld, en fimm fengu annan vinning og ellefu manns, þar af einn á Íslandi, fengu þriðja vinning.

Samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri getspá voru þrír miðahafar í Finnlandi og tveir í Þýskalandi með 2. vinning, og fá þeir 40.311.410 krónur í sinn hlut.

Þá voru ellefu miðahafar með 3. vinning og fá þeir þá 10.333.520 kr hver í sinn hlut. Fjórir þeirra voru í Þýskalandi, tveir í Noregi og svo voru stakir vinningsmiðar keyptir í Danmörku, á Ítalíu, Grikklandi og í Eistlandi, auk þess sem að einn ljónheppinn miðahafi á Íslandi fær 3. vinning. Keypti hann miðann sinn á vefsíðu Íslenskrar getspár, lotto.is. 

Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en þrír miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100.000 krónur í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir í Lottó-appinu en einn miðinn er í áskrift.

Vinningstölur kvöldsins voru 14, 17, 29, 32 og 45 og Stjörnutölurnar voru 1 og 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka