Lögreglan lokaði hóteli í 105

Lögregla hafði í nógu að snúast í dag.
Lögregla hafði í nógu að snúast í dag. mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Hóteli í póstnúmeri 105 var lokað fyrr í dag af lögreglunni. Hótelið hafði ekki tilskilin leyfi. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Samkvæmt heimildum mbl.is var gestum vísað út af hótelinu og er málið komið í meðferð hjá Sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Sýslumaðurinn hefur heimildir til að taka ákvarðanir í málinu í sambandi við sektir og aðra framhaldsmeðferð. Lögreglan sér einungis um framkvæmdina.

Mikið um innbrot

Lög­regla hafði í nógu að snú­ast í dag og var þó nokkuð um út­köll vegna inn­brota og þjófnaðar. Hún var þrisvar kölluð til vegna innbrota í miðbæ og Hlíðum. Í miðbænum var innbrot og þjófnaður í fyrirtæki tilkynnt ásamt innbroti í nýbyggingu. Í Hlíðunum var brotist inn í fyrirtæki. 

Lögreglan í Kópavogi sinnti einnig útkalli vegna þjófnaðar í verslun. 

Í Hafnarfirði voru nokkrir aðilar handteknir fyrir innbrot og þjófnað. Þá var lögregla einnig kölluð út vegna aðila sem var „til leiðinda“ við verslun í Garðabæ. í Grafarholti handtók lögreglan aðila vegna óláta.

Erlendur aðili með bókabrennu

Í Breiðholti var tilkynnt um erlendan aðila að brenna bækur utandyra. Þá var einnig annar aðili til leiðinda í Breiðholtinu. Þá barst lögreglunni tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í miðbæ Kópavogs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert