Innviðir komnir að þolmörkum

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.

Innviðir Reykjanesbæjar eru sprungnir. Af því leiðir að fjárfesta þarf í innviðum til að mæta þörf nýrra íbúa úr Grindavík. Að sama skapi setur þessi staða vexti ferðaþjónustunnar vissar skorður.

Gunnar Kristinn Ottósson, skipulagsfulltrúi í Reykjanesbæ, bendir á þetta en tilefnið er umræða um framboð og eftirspurn eftir byggingarlóðum. Ekki sé nóg að finna Grindvíkingum húsaskjól í Reykjanesbæ heldur þurfi að byggja upp innviði samhliða aðflutningi þeirra til sveitarfélagsins.

Þarf íbúðir og skóla

„Það er ekki nóg að byggja íbúðir heldur þarf líka að byggja leikskóla og grunnskóla og stækka bókasöfn, íþróttahús og öll hin mannvirkin sem þessi miklu vaxtarsvæði eru alls ekki í færum að gera. Við erum einfaldlega strand með innviði,“ segir Gunnar Kristinn en fjölmargir Grindvíkingar leita nú að nýju húsnæði. Þar með talið í Reykjanesbæ.

Aðspurður um áhrifin á svigrúm ferðaþjónustu til vaxtar segir Gunnar Kristinn að rekstraraðilar í ferðaþjónustu kvarti mikið undan því að fá ekki húsnæði fyrir starfsfólk og gildi það bæði um hótelrekendur og aðra. Þá megi segja að óraunhæft sé að gera ráð fyrir miklum vexti í greininni ef ekki eru innviðir til að taka á móti starfsfólki hvað þá ferðamönnum. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert