Léttskýjað víða um land

Spákortið á hádegi í dag.
Spákortið á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Í dag verður breytileg átt, 3 til 8 metrar á sekúndu, en austan 5-10 m/s syðst. Þykknar smám saman upp vestan til og sums staðar verða dálítil él þar í kvöld. Annars verður víða léttskýjað.

Suðaustan 5-10 m/s verða um landið vestanvert á morgun, annars hæg breytileg átt. Sums staðar verður snjókoma um landið vestanvert, annars skýjað með köflum.

Frost verður á bilinu 0 til 9 stig, en hiti 1 til 4 stig yfir hádaginn um landið sunnanvert.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert